Skotvís bullar

Það er nú með ólíkindum hvað alltaf þarf að lepja upp bullið í Skotvís í fjölmiðlum. Hið rétta er að auglýsing sveitarfélagsins nær eingöngu til þeirra lögbýla sem eru í eigu þess og ef menn vildu nú vanda sig betur í umfjöllun um þessi mál væri hægt að skoða kröfur Óbyggðanefndar og kemur þar í ljós að ekki eru gerðar neinar kröfur til þessara lögbýla. Það að blanda vegagerðinni í þessi mál er einnig á misskilningi byggt því veginum hefur ekki verið lokað nema þegar ástannd hans hefur gefið fullt tilefni til þess sökum aurbleytu og hefur þá verið lokaður öllum.
mbl.is „Óskammfeilin“ ákvörðun Húnaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálm á þing!!

Það væri fengur af því ef Vilhjálmur næði fjórða sætinu og færi á þing
mbl.is Gefur kost á sér í 4. sæti D-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teit á þing!

Ég er ekki í vafa um að það væri mikill fengur af Teiti ef hann næði kjöri á þing. Ég hef það á tilfinningunni að hann geri sér grein fyrir á hverju þessi þjóð lifir og viti hvernig verðmæti verða til. Raunar taldi ég hann koma sterklega til greina sem frambjóðanda í Norðvesturkjördæmi en nái hann árangri í Reykjavík er það ekki verra.
mbl.is Teitur Björn í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítur vel út

Það er ekki vafi á því að það lítur vel út með sprettu í sumar og vil ég meina að þar ráði mestu að jörð er klakalaus og hefur verið það í allan vetur. Ég er jafnframt viss um að staða grunnvatnsflatarins í landinu hefur lagast vegna mikillar úrkomu sem hefur haft greiða leið ofaní jarðvegin en ekki runnið beint til sjávar vegna mikils klaka. Allavega tel ég að þrátt fyrir tiltölulega mikla úrkomu fyrstu mánuði ársins hafi ekki verið neitt óvenju miklir vatnavextir.
mbl.is Útlit fyrir góða sprettu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiðileyfi á Jón vegna ESB andstöðu

Í mínum huga er Jón Bjarnason að gjalda þess í þessari umræðu að hann hefur staðið fast gegn aðlögunarfeli að ESB. Það er eingöngu yfirvarp að óánægjan skuli snúast um breytingartillögur á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það hentar hinsvegar að nota kvótamálið í ágreining því það er alveg sama hvaða tillögur koma fram það munu ætíð allir vera á móti þeim nema þá kannski tillögusmiðurinn. Forysta ríkisstjórnarinnar er í vandræðum með kvótamálið því það er búið að byggja upp svo miklar væntingar varðandi það að undir þeim verður aldrei staðið þannig að það þjónar hagsmunum stjórnarliðsins að ekki fáist niðurstaða í þau mál og þá sérstaklega ef á einhvern hátt sé hægt að kenna Sjálfstæðisflokki og Framsókn um.
mbl.is Stjórn VG ræðir ráðherramál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ofnæmisviðbrögð!!

Það kemur mér verulega á óvart hvernig Haraldur getur fullyrt að ekki sé um ofnæmisviðbrögð að ræða eingöngu útfrá því að 5000 stúlkur hafi verið bólusettar. Ég held að það væri nú allt í lagi að kanna málið betur, getur til dæmis verið um galla að ræða í framleiðslunni o.s.frv. Alla vega var í þessu tilfelli sterkar vísbendingar um ofnæmisviðbrögð svo sem bjúgur á hálsi og öndunarerfiðleikar.
mbl.is Veiktust eftir sprautu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýja ríkisstjórn

Það er auðvitað ljóst að fólkið í landinu mun ekki láta það yfir sig ganga að búa við gagnslausa stjórn eingöngu á þeim forsendum að öll vandamál heimsins séu einum flokki að kenna, það fer ekki framhjá neinum að kreppan er ekki bundin við Ísland eitt og sér heldur er um kreppu vesturlanda að ræða. Það er síðan aðal viðfangsefnið að vinna sig útúr vandamálunum með einhverri skinsemi og í því sambandi er ég sannfærður um að íslensk þjóð mun ekki veðja á vinstri stjórn til slíkra verkefna, ekki nú frekar en áður.
mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýja ríkisstjórn

Það er auðvitað ljóst að fólkið í landinu mun ekki láta það yfir sig ganga að búa við gagnslausa stjórn eingöngu á þeim forsendum að öll vandamál heimsins séu einum flokki að kenna, það fer ekki framhjá neinum að kreppan er ekki bundin við Ísland eitt og sér heldur er um kreppu vesturlanda að ræða. Það er síðan aðal viðfangsefnið að vinna sig útúr vandamálunum með einhverri skinsemi og í því sambandi er ég sannfærður um að íslensk þjóð mun ekki veðja á vinstri stjórn til slíkra verkefna, ekki nú frekar en áður.

Rjúpnaveiði

Ég hef haldið því fram að það eigi að banna alla rjúpnaveiði annarsstaðar en í einkaeignarlöndum. Með því væri rjúpunni tryggð griðlönd einmitt þar sem hún heldur sig helst. Jafnframt væri eftirlit tryggt þar sem eigendur jarða þyrftu að gefa leyfi til veiða og þeirra hagsmunir að ganga ekki of nærri stofninum auk þess sem líklegra væri að landeigendur gerðu eitthvað þar sem aðstæður væru til til að bæta kjörlendi rjúpunnar. Ég veit hinsvegar að veiðimenn í þéttbýlinu eru á móti þessu því þá gætu þeir ekki lengur vaðið um hvar sem þeim dettur í hug án þess aðborga nokkuð og veitt án nokkurs eftirlits. Þar með er ljóst að slíkar tillögur eiga ekki uppá pallborðið hjá umhvefisráðherra því stjórn rjúpnaveiðarinnar eikennist af umhyggju fyrir kjósendum en ekki rjúpum.
mbl.is Veiði leyfð á 31 þúsund rjúpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Júlíus Guðni Antonsson

Höfundur

Júlíus Guðni Antonsson
Júlíus Guðni Antonsson
Bóndi norður í Húnaþingi vestra. Áhugamaður um þjóðfélagsmál með skinsemi og réttlæti að leiðarljósi en þó fyrst og fremst raunsæi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband