Færsluflokkur: Bloggar

Hættulegar tillögur

Ég vil bara vara við því viðhorfi stjórnlagaráðs að það þurfi fyrst að fá almennar kosningar um þeirra tillögur því þaðer gertí þeim tilgangi að knýja fram breytingar án eðlilegrar umræðu og er beint framhald af gerræðislegri aðferð við stjórnlagaráðskosninguna.
Tillögurnar sem stjórnlagaráðið hefur sett fram eru hættulegar, þær auka í flestum tilfellum völd ríkisvaldsins gegn almenningi í stað þess að marka stjórnvöldum hömlur til varnar einstaklingunum gagnvart ríkisvaldinu sem er einmitt meginverkefni stjórnarskrár.
Það er í gangi þöggun hvað það snertir aðþað má ekki gagnrína tillögurnar.
mbl.is Borgarafundur um nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi

Það er með ólíkindum hvað fólk getur stokkið upp á nef sér þegar einungis er verið að staðfesta hluti sem lágu fyrir fyrir löngu síðan. Matvælaverð hefur farið hækkandi um allan heim m.a. vegna hækkandi framleiðslukostnaðar og það var óhjáhvæmilegt að það kæmi fram á innlendri framleiðslu eins og þeirri innfluttu.
Ástæðan er auðvitað hækkðun olíu og áburðar sem og annars kostnaðar við matvælaframleiðslu. Heimska formanns ASÍ er hins vegar sú að átta sig ekki á því að þessi hækkun hefur að miklu leiti þegar komið fram þó bændur hafi ekki fengið nokkuð af henni og af þeirri ástæðu er engin ástæða til aðætla að hækkun til bænda eigi öll að lenda á neytendum. Eigum við kannski von á því þegar ASÍ setur fram kröfur um kauphækkanir að hér verði hvatt til þess að sniðganga íslenskt verkafólk og sjálfsagt sé að fá bara erlenda starfsmenn í staðinn á lægra verði, er það boðskapur Gylfa Arnbjörnssonar.
mbl.is Sauðfjárbændur svara Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Það er mjög sérstakt að ríkisstjórnarflokkarnir skildu ekki ákveða að styðja þá hugmynd að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lögin öðluðust gildi. Á þann máta hefði stjórnin haldið málinu í sínum höndum.

mbl.is Þjóðin kýs að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaðarafurðir hljóta að hækka

Það er auðséð á öllum þeim, hækkunum sem hafa orðið og eru í farvatninu, að landbúnaðarvörur hljóta að hækka verulega á næstu misserum. Verð innlendra landbúnaðarvara hefur hækkað langtum minna en almennt verðlag og eða aðföng við framleiðslu þeirra.Fréttir herma einnig að heimsmarkaðsverð landbúnaðarvara sé verulega hækkandi þannig að það eru öll teikn á lofti um hækkun hér á landi einnig
mbl.is 13,7% hækkun á áburði milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svört skýrsla um Glitni

Sú svarta sýrsla sem kynnt var í Kastljósþættinum í Sjónvarpinu í kvöld er mikilvægt skref í því að gera upp bankahrunið. Ég tel fyllstu ástæðu til að kanna frekar í hve miklum mæli slík vinnubrögð voru stunduð. Þar sem samruni Sparisjóðs Húnaþings og Stranda við Sparisjóð Keflavíkur snertir mig og mitt hérað mikið tel ég sjálfsagt að fara vel yfir það hvort sá samruni hafi verið keyrður í gegn á fölskum forsendum með heilbrigðisvottorði frá fínum endurskoðunarfyrirtækjum. Eins held ég að kanna ætti ábyrgð þessara endurskoðunarfyrirtækja og skaðabótaskyldu þau eru jú flest hver í tengslum við alþjóðleg fyrirtæki sem hugsað er til að gefa þeim ákveðinn gæðastimpil

« Fyrri síða

Um bloggið

Júlíus Guðni Antonsson

Höfundur

Júlíus Guðni Antonsson
Júlíus Guðni Antonsson
Bóndi norður í Húnaþingi vestra. Áhugamaður um þjóðfélagsmál með skinsemi og réttlæti að leiðarljósi en þó fyrst og fremst raunsæi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband