5.10.2011 | 19:35
Rjúpnaveiði
Ég hef haldið því fram að það eigi að banna alla rjúpnaveiði annarsstaðar en í einkaeignarlöndum. Með því væri rjúpunni tryggð griðlönd einmitt þar sem hún heldur sig helst. Jafnframt væri eftirlit tryggt þar sem eigendur jarða þyrftu að gefa leyfi til veiða og þeirra hagsmunir að ganga ekki of nærri stofninum auk þess sem líklegra væri að landeigendur gerðu eitthvað þar sem aðstæður væru til til að bæta kjörlendi rjúpunnar. Ég veit hinsvegar að veiðimenn í þéttbýlinu eru á móti þessu því þá gætu þeir ekki lengur vaðið um hvar sem þeim dettur í hug án þess aðborga nokkuð og veitt án nokkurs eftirlits. Þar með er ljóst að slíkar tillögur eiga ekki uppá pallborðið hjá umhvefisráðherra því stjórn rjúpnaveiðarinnar eikennist af umhyggju fyrir kjósendum en ekki rjúpum.
Veiði leyfð á 31 þúsund rjúpum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Júlíus Guðni Antonsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef haldið því fram að það eigi að banna alla rjúpnaveiði annarsstaðar en í einkaeignarlöndum. Með því væri rjúpunni tryggð griðlönd einmitt þar sem hún heldur sig helst.
Verst að refurinn og minkurinn virða ekki þau bönn, þessir vargar eru töluvert duglegri við að eyðileggja stofninn heldur en nokkurntíman skotveiðimenn.
Fyrir mínar sakir þá myndi það ekki muna mig miklu þó að svo yrði, fyrir utan það að verðið myndi líklegast skjótast upp úr öllu valdi, hvað varðar griða fyrir fuglinn með þessari aðgerð þá yrði hann lítill ef einhver.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.10.2011 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.