Færsluflokkur: Bloggar

Fáránlegt

Það er auðvitað með ólíkindum að ekki skuli vera búið að koma því þannig fyrir að vegagerðin sjái um allar girðingar með vegum þar sem ljóst er að girðingin er vegarins vegna.
mbl.is Haldi við girðingu endalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað að

  Hver skrifar þetta eiginlega,stafsetningin í molum og ekki laust við að manni detti í hug að viðkomandi hafi talið sér trú um að geta verið svolítið háfleygur. Ég hef ætíð talið að Morgunblaðið hefði meiri metnað en þetta.
mbl.is Jólavörurnar fást í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um orsakir

Ég get nú ekki að því gert að vekja athygli á því að þetta ástand er ekki bundið við Lagarfljót því hrun í silungsveiðivötnum víða um land er staðreynd og laxveiði hefur einnig brugðist mjög víða. Það er athyglisvert að menn rannsaka ekki hvað valdi þessu heldur fullyrða strax að ástæðan sé virkjunarframkvæmdir enþví er ekki til að dreifa víða annarsstaðar. Við komumst aldrei að örsökum hlutanna ef við ákveðum alltaf fyrirfram hverjar þær séu og þá oft eftir því hvað hentar viðkomandi í það og það skiptið. Ég legg þó áherslu á að ekki veit ég orsakirnar heldur það að frekari rannsókna er þörf þannig að við náum að þekkja hvað veldur þeim miklu sveiflum sem eiga sér stað í náttúrunni.
mbl.is Minni fiskgengd er í Lagarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálm á þing

Ég verð að óska kjósendum í Suðurkjördæmi til hamingju með þessa niðurstöðu,Vilhjálm á þing.
mbl.is Ragnheiður Elín í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræn mál eru germönsk

Ég get ekki séð að enska sé etthvað skyldari norrænum málum en þýskan, hins vegar er ekki vafi að bæði þessi tungumál eru mjög skyld skandinaviskum málum.Í raun er það svo að öll tungumál í norðvestur Evrópu eru skyld en þau hafa þróast misjafnlega og hafa tekið áhrifum frá misjöfnum málsvæðum vegna aðstæðna sem uppi hafa verið í langri sögu.T.d. hefur latína og franska haft meiri áhrif á ensku en skandinavisk tungumál. Mér finnst nauðsynlegt að nefna það hér, fyrst ég er farinn að tala um skyldleika tungumála,að bæði norska og sænska eru í raun sama tungumál og íslenska, ég hef tekið eftir því að ekki er til það orð í sænsku (þá á ég við orð með sænskum uppruna) sem ekki á sér hliðstæðu í íslensku. Oft ekki notuð á nákvæmlega sama máta en hliðstæðan.
mbl.is Er enska norrænt tungumál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir Bjarna

Er ekki alveg eins hægt að segja að það styrki stöðu Bjarna að hann sigraði einvígi við sigurvegara prófkjörsins í Reykjavík.
mbl.is Sigur Hönnu veikir stöðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir Bjarna

Er ekki alveg eins hægt að segja að það styrki stöðu Bjarna að hann sigraði einvígi við sigurvegara prófkjörsins í Reykjavík.

Stjórnsemi

Það eru engin mörk á því sem þingmönnum Hryfingarinnar getur látið sér detta í hug að skifta sér af. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er félagafrelsi í landinu og því nokkuð langt gengið ef löggjafinn telur lagafrumvarp sem þetta þingtækt. Ef þetta næði fram að ganga yrði örugglega ekki langt að býða þess að í lögum væri kveðið á um það hvað heimilt væri að semja um fyrir hverja starfstétt í landinu.
mbl.is Vilja lögfesta reglu um hámarkslaun verkalýðsforkólfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Júlíus Guðni Antonsson

Höfundur

Júlíus Guðni Antonsson
Júlíus Guðni Antonsson
Bóndi norður í Húnaþingi vestra. Áhugamaður um þjóðfélagsmál með skinsemi og réttlæti að leiðarljósi en þó fyrst og fremst raunsæi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband